Flóra Hríseyjar
Rannsóknir á flóru Hríseyjar hófust árið 1926 þegar Ingimar Óskarsson
fór um eyna til að skoða gróður. Hann safnaði allmiklu af plöntum í
vikunni 22.-26. júní það sumar, og er það safn varðveitt á
Náttúrufræðistofnun Íslands í Reykjavík. Hann birti síðan ritgerð um
flóru Hríseyjar í ritum Vísindafélags Íslendinga árið 1930. Á síðari
árum hefur gróður verið skoðaður öðru hvoru eftir 1960 og fram yfir
aldamót, og hafa ýmsir komið þar við sögu. Hér að neðan er birt
samantekt af öllum rannsóknum á Flóru Hríseyjar. Í lokin er gerður
samanburður á gróðri eins og hann var eftir úttekt Ingimars, og eins og
hann er í dag. Með því að smella á
Flóru Hríseyjar, birtist pdf-skjal sem sýnir niðurstöðurnar.