Flóruvinir - Þjónusta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Texti 

 


Þjónusta við flóruvini

 

Hún er einkum fólgin í upplýsingagjöf, útvegun gagna og aðstoð við greiningu plantna. Upplýsingum til flóruvina er komið á framfæri í fréttablaðinu Ferlaufungi, á flóruvefsíðunni www.floraislands.is, í tölvupósti eða á Fésbókinni. 

Á flóruvefsíðunni eru það einkum útbreiðslukortin sem komið geta að gagni, en af þeim má greina hvort viðkomandi tegund hefur fundist á viðkomandi svæði eða ekki. Hugsanlega geta einnig myndir af plöntum komið að gagni við greiningar. Einnig mega flóruvinir gjarnan senda tölvupóst á hkris@nett.is og leggja þar fram spurningar. Ýmsar upplýsingar um plöntur eru einnig birtar í Ferlaufungi, en hann hefur verið póstsendur til allra skráðra flóruvina, en er einnig aðgengilegur á flóruvefsíðunni. Fésbókin nýtist einkum til að boða með litlum fyrirvara sameiginlega plöntuskoðun sem efnt er til á ákveðnum svæðum, eða boða aðra viðburði sem flóruvinum er boðið að taka þátt í. Að vísu eru ekki nema um 20% af flóruvinum skráðir á fésbókina, svo slík boð ná ekki til nærri allra.
 

 Ef óskað er eftir viljum við einnig aðstoða við að koma á fót námskeiðum eða standa fyrir dagsferðum til plöntuskoðunar víðs vegar um landið. Við biðjum flóruvini að hafa samband með góðum fyrirvara ef þeir telja grundvöll fyrir slíku á sínu svæði.

Fésbókin
. Óskar Jóhannsson hafði frumkvæði að því að stofna hóp fyrir flóruvini á fésbókinni www.facebook.com. Þetta er vettvangur þar sem flóruvinir geta auðveldlega skiptst á skoðunum um plöntur. Einkum vil ég hvetja þá sem hyggja á gönguferðir til  plöntuskoðunar, að kynna stund og stað til flóruvina á fésbókinni í tæka tíð, ef einhverjir kynnu að vilja slást í för. Sjálfur gerði ég tilraun með þetta sumarið 2010 og aftur 2011 með ágætum árangri. Því vil ég hvetja flóruvini til að skrá sig í fésbókina, þá fá þeir sjálfkrafa senda tilkynningu ef eitthvað er um að vera.