Flóra Þingeyjarsýslu
Fyrstur til að tína saman mikið af upplýsingum
til Flóru Þingeyjarsýslu, var Helgi Jónasson bóndi á Gvendarstöðum í
Köldukinn (1887-1972). Helgi ferðaðist mikið um byggðir Þingeyjarsýslna
á árabilinu frá 1930 til 1946. Hann byrjaði á handriti að flóru
Þingeyjarsýslu með lista yfir allar blómplöntur og byrkninga sem þá voru
þekktar í héraðinu, og tíndi saman upplýsingar um útbreiðslu þeirra.
Honum entist ekki aldur til að ljúka þessu handriti, enda ferðaðist hann
mikið síðari árin um Vestfirði og Austfirði til að skoða og skrá
plöntur. Ofurlítið birti hann þó um gróður á vissum svæðum innan
sýslunnar, þar á meðal um Reykjahverfi (Náttúrufræðingurinn 1939),
Kelduhverfi (Náttfræðing-urinn 1945), Aðaldal (Flóra 1966) og Flóru
Mývatnssveitar (Acta Botanica Islandica 1972).
Sá er þetta ritar tók síðan upp þráðinn á
árunum 1973-1980 og fór þá einkum um óbyggðir Þingeyjarsýslu, sem Helgi
hafði lítið farið um. Í framhaldi af þessum ferðum var gengið frá
handriti að Flóru Þingeyjarsýslu, sem nú hefur legið óhreyft í tvo
áratugi og aldrei verið birt. Þótt þessar upplýsingar séu nú komnar til
ára sinna, tel ég þó æskilegt að Þingeyingar og aðrir fái aðgang að
þeim, og mun því stefna að því að að koma þeim á framfæri hér á þessari
síðu, þótt síðar verði.