Dagur hinna villtu blóma 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tenglar inn á fyrri blómadaga:

Blómadagurinn 2013

Blómadagurinn 2012

Blómadagurinn 2011

Blómadagurinn 2010

Blómadagurinn 2009

Blómadagurinn 2008

Blómadagurinn 2007

Blómadaguirnn 2006

Blómadagurinn 2005

Blómadagurinn 2004 

 


Dagur hinna villtu blóma

19. júní 2016


Dagur hinna villtu blóma hefur verið haldinn árlega undanfarin ár, síðast sunnudaginn 19. júní árið 2016. Á degi hinna villtu blóma gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru beðnir að láta vita á póstfangið hkris@nett.is svo hægt sé að fylgjast með hver þátttakan er á hverjum stað. Taka þarf fram hvar fólk á að mæta, og á hvaða tíma dagsins. Gjarnan mættu einnig fylgja með upplýsingar um hvað markverðast er að sjá á því svæði sem skoðað verður. Upplýsingum hefur verið safnað saman hér á vefsíðuna og dagurinn auglýstur.

Árið 2016 þann 19. júní var boðið upp á plöntuskoðunargöngur sem hér segir:
1. Reykjavík, Grasagarðurinn í Laugardal. Mæting við Áskirkju kl. 15:00. Gengið verður um Laugarásinn. Leiðsögn: Björk Þorleifsdóttir, verkefnisstjóri fræðslu og miðlunar. Fjöldi gesta: 12.    
2. Steingrímsfjörður.
 Mæting kl. 16:00 á Sævangi við Steingrímsfjörð. Athöfnin hefst með smáfyrirlestri um plöntur og blóm, en í framhaldi verður farið í göngutúr og skoðaðar helstu plöntur sem vaxa á svæðinu þarna í kring. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir. Kaffihlaðborð í Sævangi sama dag. Fjöldi gesta: 8.
3. Akureyri, Krossanesborgir. Mæting kl. 11:00 á bílastæðinu norðan við ByKo. Gengið verður inn í Krossanesborgir. Leiðsögn: Hjördís Haraldsdóttir og Sesselja Ingólfsdóttir. Fjöldi gesta: 40.
4. Reyðarfjörður, Hólmanes. Mæting við upplýsingaskiltið á bílastæðinu kl. 10:00. Gengið um friðlandið sem hefur að geyma ýmsar einkennisjurtir Austfjarða auk allmargra sjaldséðra tegunda. Leiðsögn: Guðrún Óskarsdóttir, Náttúrustofu Austurlands. Fjöldi gesta: 0.
5. Neskaupstaður, skógræktin. Mæting fyrir ofan strandblaksvöllinn kl. 10:00. Gengið um skógræktina auk þess sem rýnt verður í nýjan gróður í nágrenni snjóflóðavarnargarðsins. Leiðsögn: Elín Guðmundsdóttir, Náttúrustofu Austurlands. Fjöldi gesta: 5.
6. Vatnajökulsþjóðgarður, Skaftafell.
Mæting kl. 13:55 fyrir utan Skaftafellsstofu og lagt af stað kl. 14:00. Gangan tekur um það bil klukkustund og leiðbeiningar verða á íslensku. Leiðsögn: Hrafnhildur Ævarsdóttir, landvörður. Fjöldi gesta: 0
7. Suðurland, Alviðra.
Mæting við hlöðuna á umhverfissetrinu Alviðru (gegnt Þrastarlundi) kl. 15:00. Gengið verður um austurhlíðar Ingólfsfjalls og flóran dásömuð. Takið með ykkur plöntuhandbækur, myndavélar, teikniblokkir og börnin. Leiðsögn: Guðrún Tryggvadóttir, frumkvöðull Náttúran.is. Fjöldi gesta: 0.

Að lokum er svo hér ein blómaskoðun á íslensku fyrir þá Íslendinga sem fluttir eru til Svíþjóðar:
8. Dalby Söderskog (skammt frá Lundi): Mæting við Söderskog kl. 14:00. Stígurinn sem farinn verður er fær fyrir kerrur og hjólastóla, og einungis 600 m á lengd. Allir velkomnir, ungir sem aldnir, byrjendur sem lengra komnir. Leiðsögn: Gróa Valgerður Ingimundardóttir, sími 0766288467.

Heildarfjöldi gesta í göngunum 2016 var því samtals 65. 


Árið 2015 var boðið upp á plöntuskoðunarferðir þann 14. júní sem hér segir:

1. Reykjavík: Fossvogur. Mæting kl. 14:00 við ylströndina í Nauthólsvík. Leiðsögn: Snorri Sigurðsson. Fjöldi gesta 2.  

2. Reykjavík: Elliðaárdalur. Mæting við hesthús Fáks við Sprengisand kl. 11:00 og gengið þaðan. Gestir eru hvattir til að taka með sér flóruhandbækur og stækkunargler. Fjallað verður um gróður svæðisins og plöntur greindar. Leiðsögn: Hjörtur Þorbjörnsson. Fjöldi gesta 5. Var veðrið of gott fyrir grasagöngu ?

3. Borgarnes: Fólkvangurinn Einkunnir. Mæting kl. 10:00 við  bílastæðin við Álatjörn í Fólkvanginum Einkunnum. Leiðsögn: Guðrún Bjarnadóttir og Hilmar Már Arason. Fjöldi gesta 2.  

4. Snæfellsnes: Búðahraun. Blómaskoðun í plöntufriðlandinu í Búðahrauni. Mæting kl. 14:00 við Búðakirkju. Leiðsögn: Birna Heide Reynisdóttir landvörður og líffræðingur. Fjöldi gesta 7. Veðurblíða, en gróður seint á ferðinni eftir kuldann í vor.  

5. Vesturbyggð: Surtarbrandsgil við Brjánslæk. Mæting við miðasöluna í Baldur á Brjánslæk kl. 13:00. Gengið verður í Surtarbrandsgil þar sem er að finna steingerðar plöntuleifar. Leiðsögn: Hákon Ásgeirsson, landvörður. Fjöldi gesta 2, í blíðskaparveðri.  

6. Akureyri: Krossanesborgir. Mæting á bílastæðinu norðan BYKO kl. 13:30. Nú blómstra öll vorblómin á sama tíma á þessu síðbúna vori. Leiðsögn: Hörður Kristinsson. Fjöldi gesta 18. Gróður síðbúinn eins og annars staðar, og hafgolan þótti fremur köld, aðeins 10 gráður.

7. Vatnajökulsþjóðgarður - Ásbyrgi. Mæting við Gljúfrastofu kl. 14:00. Gengið verður um Ásbyrgi og tekur gangan um tvær klukkustundir. Leiðsögn: Ingibjörg Guðmundsdóttir. Fjöldi gesta 2.

8. Fljótsdalshérað: Egilsstaðir, mæting kl. 13:00 á bílastæði við göngustíg að Fardagafossi. Gengið upp með Miðhúsaá að fossinum.   Leiðsögn: Skarphéðinn G. Þórisson. Fjöldi gesta 3, gróður mjög stutt á veg kominn. 

       Fjarðabyggð: Hólmanes. Því miður þurfti að aflýsa þessari göngu.

9. Fjarðabyggð: Neskaupstaður, fólkvangur. Mæting við upplýsingaskiltið á planinu við Norðfjarðarvita kl. 10:00. Gengið um fólkvanginn sem hefur að geyma ýmsar einkennisjurtir Austfjarða auk allmargra sjaldséðra tegunda. Leiðsögn: Guðrún Óskarsdóttir og Elín Guðmundsdóttir. Fjöldi gesta 0, gróður mjög stutt á veg kominn.

10. Skaftafell. Mæting kl. 14:00 við upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli. Leiðsögn: Hrafnhildur Ævarsdóttir, landvörður. Fjöldi gesta 6.

11. Suðurland: Alviðra. Mæting við hlöðuna á umhverfissetrinu Alviðru (gegnt Þrastalundi) kl. 15:00. Gengið verður um austurhlíðar Ingólfsfjalls og flóran dásömuð. Þeir sem hafa mikinn tíma geta síðan fylgt liði yfir í Öndverðarnes II eða hitt okkur þar um kl. 17:00. Takið með ykkur plöntuhandbækur, myndavélar, teikniblokkir og börnin. Leiðsögn: Guðrún Tryggvadóttir, frumkvöðull Náttúran.is. Fjöldi gesta 4, blíðskaparveður og 15 gráða hiti í hlíðinni, en gróður seint á ferðinni.

   Gestir samtals yfir allt landið 2015: 51, hafa aldrei áður verið svona fáir.

 

 

Árið 2014 var boðið upp á plöntuskoðunarferðir þann 15. júní sem hér segir:
1. Reykjavík. Mæting kl. 11:00 við Nauthólsvík. Gestir eru hvattir til að taka með sér flóruhandbækur og stækkunargler. Fjallað verður um gróður svæðisins og plöntur greindar. Leiðsögn: Hjörtur Þorbjörnsson og Snorri Sigurðsson. Fjöldi gesta: 11. 
2. Borgarnes. 
Mæting kl. 10:00 við fólkvanginn Einkunnir, vestast í landi Hamars við Borgarnes. Leiðsögn: Guðrún Bjarnadóttir og Hilmar Már Arason. Fjöldi gesta: 9. Milt og gott veður en rigning.
3. Barðaströnd - Vesturbyggð. Mæting kl. 13:00 við miðasölu Baldurs á Brjánslæk. Farið verður í náttúruskoðun í Surtarbrandsgil. Leiðsögn: Hákon Ásgeirsson, landvörður. Fjöldi gesta: 8 í blíðskaparveðri. 
4. Steingrímsfjörður. Mæting kl. 13:30 á Sævangi við Steingrímsfjörð. Genginn verður Kirkjubólshringurinn. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir.Fjöldi gesta: 6. Ágætis veður en nokkur rigning.
5. Akureyri, Krossanesborgir. Mæting kl. 11:00 á bílastæðinu norðan við ByKo. Leiðsögn: Sesselja Ingólfsdóttir, Fornhaga. Fjöldi gesta: 15, og alveg indælis veður.
6. Eyjafjarðarsveit, Leifsstaðabrúnir. Mæting kl. 10:00 á bílastæði við gamla Vaðlaheiðarveg, sunnan við vegamót Leifsstaðabrautar og Eyrarlands. Leiðsögn: Hörður Kristinsson. Fjöldi gesta: 6. Þurrt veður og logn.
7. Egilsstaðir. Mæting kl. 10:00 við suðurenda Urriðavatns. Gengið verður um nágrenni Pálstjarnar og upp á Ekkjufell. Leiðsögn: Skarphéðinn G. Þórisson. Fjöldi gesta: 6. Skoðuð voru m.a. mýraberjalyng og villijarðarber.   
8. Neskaupstaður. Mæting kl. 10:00 við Hjallaskóg (skógræktina) ofan tjaldsvæðis. Leiðsögn: Gerður Guðmundsdóttir. Fjöldi gesta: 5. Veður gott, þurrt og logn.
9. Fáskrúðsfjörður. Göngufélag Suðurfjarða stendur fyrir plöntu-skoðun í Fáskrúðsfirði. Mæting við Sævarenda kl. 10:00. Gengið upp utan við Naustána sunnan við botn Fáskrúðsfjarðar. Leiðsögn: Líneik Anna Sævarsdóttir. Fjöldi gesta: 6. Skoðað m.a. sjöstjarna, maríuvöttur og melasól.  
10. Skaftafell. Mæting kl. 14:00 við upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli. Leiðsögn: Sigurður Ingi Arnarsson, landvörður. Fjöldi gesta: 2. Rigning með yndislegum birkiilm í skóginum.  


Flóruvinir standa fyrir degi hinna villtu blóma, og veita leiðsögn sem sjálfboðaliðar. Ýmsar stofnanir hafa stutt og staðið  með flóruvinum að þessum degi á hverjum stað fyrir sig undanfarin ár, meðal annarra Grasagarðurinn í Laugardal, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands,  Náttúrufræðistofa Kópavogs, Náttúrusetrið á Húsabakka,  Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúru-fræðistofur landshlutanna, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður.

Gestafjöldi árið 2014 var samtals 74 á 10 stöðum, alls staðar fremur fámennt, en góðmennt.
Gestafjöldi árið 2013 var samtals 165 á 14 stöðum, en það er metfjöldi gesta frá upphafi.

.