Dagur hinna villtu blóma
17. júní 2018
Dagur hinna villtu blóma
var síðast haldinn sunnudaginn 17. júní árið 2018, bæði hér á Íslandi og
á Norðurlöndunum. Þann dag gafst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Árið 2018 var hér á landi boðið upp á plöntuskoðunargöngur þann 17. júní sem hér
segir:
1. Reykjanes, Háibjalli.
Mæting kl. 10:00 við bílastæðið við Háabjalla. Genginn verður hringur um skógræktina í Háabjalla og að Snorrastaðatjörnum.
Í göngunni munu gestir fræðast um náttúruna, plöntur, og hjátrú tengda
þeim. Leiðsögn: Ásta Davíðsdóttir, landvörður hjá Umhverfisstofnun.
Fjöldi gesta 4.
2. Reykjavík, Ægissíða.
Mæting kl. 10 að morgni 17. júní við bílastæði leikskólans Sæborgar við
Starhaga. Gengið verður um Ægissíðuna. Leiðbeinandi er Hjörtur
Þorbjörnsson. Gönguferðin er samstarfsverkefni Grasagarðs
Reykjavíkur, Reykjavík iðandi af lífi og Flóruvina.
Fjöldi
gesta: 20.
3. Strandir, Sævangur.
Mæting kl. 14 við Sævang. Genginn verður hringur um holt og móa.
Leiðbeinandi er Hafdís Sturlaugsdóttir. Gönguferðin er samvinnuverkefni
Náttúrubarnaskólans, Náttúrustofu Vestfjarða og Sauðfjársseturs í
Sævangi.
4.
Akureyri, Krossanesborgir.
Mæting kl. 10 að morgni 17. júní við bílastæði Krossanesborga norðan við
Byko. Gengið verður um Krossanesborgir. Leiðsögn: Sigurður Arnarson.
Fjöldi gesta 25, + tveir að auki
daginn áður.
Árið 2019 er dagur hinna villtu blóma kynntur á Norðurlöndunum
sunnudaginn 16. júní, en ekki er enn ljóst hvort Ísland verður áfram
þátttakandi. Það byggist á því, hvort einhverjir flóruvina gefa sig fram
til að hafa leiðsögn.
Flóruvinir hafa staðið fyrir degi hinna villtu blóma á Íslandi, og veitt leiðsögn sem sjálfboðaliðar.
Ýmsar stofnanir hafa stutt og staðið með flóruvinum að þessum degi á
hverjum stað fyrir sig undanfarin ár. Gestafjöldi árið 2013 var samtals 165 á 14 stöðum, en það er metfjöldi
gesta frá upphafi..