Blómadagurinn 2011
1. Hrafnagjá í Vogum. Mæting við mislægu gatnamótin á Reykjanesbraut við Voga kl. 11:00. Þaðan er gengið í um það bil 20 mínútur að Hrafnagjá. Þar er skjól í norðanátt og sólríkt. Leiðbeinendur verða Þorvaldur Örn Árnason og Ragnheiður E. Jónsdóttir. Fjöldi gesta: 15.
2. Búrfellsgjá. Mæting og brottför frá Grasagarðinum í Laugardal kl. 9:30. Plöntuskoðun í Búrfellsgjá í samvinnu við Grasagarðinn í Laugardal og Ferðafélagið Útivist. Leiðsögn: Eva G. Þorvaldsdóttir, grasafræðingur. Fjöldi gesta: 25.
3. Snæfellsnesþjóðgarður. Mæting við Rauðhól kl. 14:00. Leiðbeinandi Hákon Ásgeirsson. Fjöldi gesta: 1.
4. Ísafjörður. Mæting við tjaldstæðið í Tunguskógi kl. 14:00. Leiðsögn: Kristjana Einarsdóttir. Fjöldi gesta: 4.
5. Hólmavík. Mæting við Upplýsingamiðstöðina kl. 10:30. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson. Fjöldi gesta: 2.
6. Krossanesborgir, Akureyri. Mæting við nýja bílastæðið norðan við BYKO kl. 10:00. Gott að hafa stígvél meðferðis fyrir þá sem vilja skoða mýragróðurinn. Leiðsögn: Elín Gunnlaugsdóttir, grasafræðingur. Fjöldi gesta: 15, þar af 5 börn.
7. Eyjafjarðarsveit, Stóragil við Eyrarland. Mæting norðan við afleggjarann að Eyrarlandi af gamla Vaðlaheiðarveginum kl. 10:00. Verður eggtvíblaðkan farin að blómstra? Leiðsögn: Hörður Kristinsson, grasafræðingur. Fjöldi gesta: 11, þar af 3 börn.
8. Húsavík. Mæting við fjallsrætur vestan Botnsvatns kl. 14:00. Gengið verður umhverfis vatnið. Leiðsögn: Óskar Jóhannsson. Fjöldi gesta 12, þar af 3 börn.
9. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum. Mæting við Gljúfrastofu kl. 14:00. Leiðsögn: Jóna Óladóttir, landvörður og Helga Árnadóttir, líffræðingur. Fjöldi gesta 7.
10. Egilsstaðir. Mæting á gatnamótum Seyðisfjarðarvegar og Fagradalsbrautar kl. 9:30. Gengið verður um Egilsstaðaskóg innan vegar og blæöspin skoðuð. Síðan gengið að Löngutjörn, inn fyrir hana, út Hamra og endað við útsýnisskífu undir hádegi. Leiðsögn: Skarphéðinn Þórisson. Fjöldi gesta 13.
11. Neskaupstaður. Mæting á bílastæðinu úti í fólkvangi hjá vitanum kl. 10:00. Í fólkvanginum er mikil fjölbreytni tegunda og gróðurlendi víða gróskumikil. Einkennisjurtir Austfjarða, sjöstjarna, gullsteinbrjótur, maríuvöttur og bláklukka vaxa þar allar. Í ferðinni verður einnig litið eftir sjaldséðum tegundum eins og þúsundblaðrós, hagastör, skógfjólu og lyngbúa. Leiðsögn: Erlín Emma Jóhannsdóttir og Gerður Guðmundsdóttir. Fjöldi gesta 16, þar af 5 börn.
12. Fáskrúðsfjörður. Mæting við Hólagerði kl. 19:00. Leiðsögn: Líneik Anna Sævarsdóttir. Fjöldi gesta 12.
13. Hornafjörður. Mæting í landi Skógræktarfélagsins í Haukafelli kl. 13:00. Leiðsögn: Rannveig Einarsdóttir. Fjöldi gesta: 1.
14. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli. Mæting við Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli kl. 13:00. Leiðsögn: Hálfdán Björnsson frá Kvískerjum. Fjöldi gesta: 15.
15. Kirkjubæjarklaustur. Mæting hjá Kirkjubæjarstofu við Systrafoss kl. 20:30. Gengið verður að Systrastapa og áfram í Tóluhvamm vestan Systrastapa. Leiðsögn: Valgerður Erlingsdóttir. Fjöldi gesta: 3.
Hrafnagjá | 15 |
Búrfellsgjá | 25 |
Snæfellsnesþjóðgarður | 1 |
Ísafjörður | 4 |
Hólmavík | 2 |
Krossanesborgir | 15 |
Eyjafjarðarsveit | 11 |
Húsavík | 12 |
Jökulsárgljúfur | 7 |
Egilsstaðir | 13 |
Neskaupstaður | 16 |
Fáskrúðsfjörður | 12 |
Hornafjörður | 1 |
Skaftafell | 15 |
Kirkjubæjarklaustur | 3 |
Samtals: | 152 |