Dagar hinna villtu blóma  

 

 

 

 

 

Blómadagurinn 2014-2016

 

Blómadagurinn 2013

 

Blómadagurinn 2012

 

Blómadagurinn 2011

Blómadagurinn 2010

Blómadagurinn 2009

Blómadagurinn 2008

Blómadagurinn 2007

Blómadaguirnn 2006

Blómadagurinn 2005

Blómadagurinn 2004 

 


Dagur hinna villtu blóma 18. júní 2006

 

Dagur hinna villtu blóma var haldinn sunnudaginn 18. júní árið 2006 á eftirtöldum stöðum: 

 

1. Reykjavík, Undirhlíðar í Reykjanesfólkvangi.  Brottför með rútu frá Ferðafélagi Íslands Mörkinni 6, kl. 10:00 og ekið að Undirhlíðum til plöntuskoðunar. Á eftur verður farið í Grasagarðinn í Laugardal, sem stendur að plöntuskoðuninni ásamt Ferðafélagi Íslands. Ferðalok um kl. 14:00. Leiðsögn: Eva G. Þorvaldsdóttir. Fjöldi gesta 7.

2. Hvanneyri. Mæting við Hvanneyrarkirkju kl. 13:00. Leiðsögn: Björn Þorsteinsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir. Fjöldi gesta 10.

3. Ísafjörður. Mæting á tjaldstæðinu í Tungudal kl. 13:00. Leiðsögn: Helga Friðriksdóttir. Fjöldi gesta 5.

4. Hólmavík. Mæting á Upplýsingamiðstöð ferðamála við tjaldsvæðið kl. 13:00. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson. Fjöldi gesta 2.

5. Skagafjörður. Mæting við íþróttahúsið á Sauðárkróki kl. 16:00. Leiðsögn: Gróa Valgerður Ingimundardóttir. Fjöldi gesta 12.

6. Siglufjörður. Mæting við Siglufjarðarkirkju kl. 13:00. Leiðsögn: Sigurður Ægisson. Fjöldi gesta 4.

7. Dalvík, Hrísahöfði. Mæting við afleggjarann upp á Hrísahöfða kl.16:00. Leiðsögn: Þórir Haraldsson. Fjöldi gesta 16.

8. Akureyri, Krossanesborgir. Mæting við bílastæðið sunnan Lónsbakka austan Hörgárbrautar kl. 10:00. Leiðsögn: Elín Gunnlaugsdóttir. Fjöldi gesta 20. 

9. Mývatnssveit. Mæting á bílastæði göngustígs inni á afleggjara að Kálfaströnd kl. 10:00. Leiðsögn: Hörður Kristinsson. Fjöldi gesta 4. 

10. Fljótsdalshérað, Unaós. Mæting á Unaósi á bílastæðinu við upphaf gönguleiðarinnar í Stapavík kl. 14:00. Leiðsögn: Þorsteinn Bergsson og Soffía Ingvarsdóttir. Fjöldi gesta 4. 

11. Neskaupstaður. Mæting á bílaplaninu úti í Fólkvangi (hjá vitanum) kl. 10:00. Leiðsögn: Guðrún Á. Jónsdóttir. Fjöldi gesta 1.

12. Höfn í Hornafirði, Óslandið. Mæting við Gistiheimilið Ásgarð kl. 13:30. Leiðsögn: Brynjúlfur Brynjólfsson, gengið verður um Óslandið. Enginn gestur mætti á svæðið.

13. Skaftafell í Öræfum. Mæting við Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli kl. 14:00. Leiðsögn: Hálfdán Björnsson. Fjöldi gesta 12.

14. Stjórnarsandur austan Kirkjubæjarklausturs. Mæting við hliðið hjá skilti Skógræktarfélagsins Markar kl. 20:30. Leiðbeinendur: Ólafía Jakobsdóttir og Sigurlaug Jónsdóttir. Fjöldi gesta 7.

 

Þátttaka í Degi hinna villtu blóma 2006 voru samtals 104 gestir.