Flóra Íslands - Mosar

B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ



Álfaklukka
Ármosi
Barðahnokki
Barðastrý
Bleikjukollur
Bleytuburi
Bústinkollur
Dalaskeggi
Dröfnumosi
Dverghöttur
Dýjahnappur
Dældahnúskur
Engjaskraut
Fjallahnappur
Fjallaskeggi
Fjörukragi
Geirmosi
Gjótuskúfur
Gráhaddur
Grákólfur
Gullinkragi
Götulokkur
Hagatoppur
Heiðaþófi
Hraukmosi
Hraungambri
Hrokkinskeggi
Hærugambri
Hæruskrúfur
Jarphaddur
Kármosi
Klettaprýði
Klettasnyrill
Krónumosi
Kúluteðill
Lauganistill
Lautahnúskur
Lautaleskja
Lémosi
Lindafaldur
Lindaskart
Lækjagambri
Lækjaleppur
Lækjalokkur
Melafaxi
Melagambri
Móasigð
Móatrefja
Mýrakrækja
Mýrhaddur
Rauðburi
Rauðleppur
Rjúpumosi
Runnaskraut
Silfurhnokki
Skurðaskalli
Skurðhöttur
Snúinskeggi
Snæhaddur
Stjörnumosi
Sverðmosi
Tildurmosi
Tjarnakrækja
Urðaskart
Urðaskraut
Urðasnúður
Vegghetta
Þráðmækir
Ögurmosi

Mosar

 

Á Íslandi eru nú þekktar um 600 tegundir af mosum.  Meginhluti íslenzkra mosa er af tveim ólíkum flokkum sem nefnast laufmosar og soppmosar. Mun fleiri tilheyra laufmosum, en af þeim flokki eru bæði barðastrý og hraungambri sem sjást á myndunum hér til hliðar. Líkami laufmosanna er neðantil myndaður af grænum sprotum sem eru þétt settir örsmáum, þunnum laufblöðum. Á toppi blaðsprotans myndast örsmáar egghirzlur og frjóhirzlur, og þar á sér stað frjóvgun eggfrumnanna. Af okfrumu þeirri sem myndast við frjóvgunina vex upp langur stilkur, sem getur verið grænn eða rauðbrúnn á litinn, og á toppi þessara stilka myndast hnapplaga gróhirzlur, sem oft eru nefndir baukar. Á toppi bauksins situr oft lausleg hetta, sem síðar dettur af. Þegar gróhirzlurnar þroskast, myndast lok á toppi þeirra, sem opnast þegar gróin þroskast. Það vaxtarlag sem hér hefur verið lýst má greina allvel á barðastrýinu á myndinni til hægri.

Neðst til hægri má sjá þykka mosaþembu gerða af hraungambra, en það er tegundarheiti þess mosa sem oft myndar þykkar breiður á hrauni við Suðaustur-, Suður- og Vesturströnd landsins. Í daglegu tali er hann oftast nefndur grámosi eða gamburmosi.

Soppmosar mynda ýmist flata, jarðlæga blaðsprota, eða blaðkenndar skófir eins og stjörnumosinn á myndinni fyrir miðju hér að ofan. Hann ber skálar með kringlóttum æxliknöppum, sem hann fjölgar sér með. Einnig myndar hann stjörnulaga egghirzlur á alllöngum stilk, og fær af þeim nafnið. Egghirzlur þessar getið þið skoðað með því að velja stjörnumosann í listanum hér til hliðar.

Bergþór Jóhannsson mosafræðingur lagði grundvöllinn að rannsóknum á mosaflóru Íslands. Hann starfaði lengi við Náttúrufræðistofnun Íslands, og hafa niðurstöður af mosarann-sóknum hans birzt í Fjölritum Náttúrufræðistofnunar, alls hátt á annað þúsund blaðsíður. Rit hans hafa verið aðalheimild upplýsinga um mosa á þessari vefsíðu, og hann hefur einnig verið til leiðsagnar í mörgum ferðum sem farnar voru til að taka myndir af íslenzkum mosum. Án hans aðstoðar hefðu fáir mosar ratað inn á þessa vefsíðu.

Eftir að Bergþór féll frá hafa Skúli Þór Magnússon og Gróa Valgerður Ingimundardóttir lagt nokkra stund á mosa. Einnig hefur Ágúst H. Bjarnason verið ötull við að sinna mosunum í seinni tíð, og hann heldur úti vefsíðu, þar sem finna má meðal annars upplýsingar um mosa. Og nú síðast gaf hann út ítarlega, myndskreytta bók árið 2018, sem ber nafnið Mosar á Íslandi. Í bókinni eru greiningarlyklar fyrir allar íslenzkar tegundir, og ljósmyndir eru af allmörgum þeirra.

 

Barðastrý, Bartramia ithyphylla

 

Stjörnumosi, Marchantia polymorpha

 

Hraungambri, Racomitrium lanuginosum

 

Mosaþemba með hraungambra í Skaftáreldahrauni.






















Fj