er algengur mosi um
allt land. Hann er einkum þekktur fyrir að vaxa í götum og rifum á
milli gangstéttarsteina. Hann er því algengur bæði í miðborg
Reykjavíkur og miðbæ Akureyrar. Einnig vex hann í klettum og
fuglabjörgum. Þetta er afar smár og fíngerður mosi, sprotarnir eru
grannir en standa þétt og mynda því nokkuð samfellda, slétta,
silfurlitaða eða grágræna skorpu. Hér til hliðar má sjá
silfurhnokka fylla gangstéttarrifu fyrir utan dvalarheimilið á
Kjarnalundi við Akureyri, en þar fyrir neðan er nærmynd af
silfurhnokkasýni tekin í plöntusafni Náttúrufræðistofnunar á
Akureyri.
Silfurhnokki við
dvalarheimilið á Kjarnalundi á Akureyri, í júní 2002. Svona birtist
hann okkur oftast, í rifum milli gangstéttarhellna.
Silfurhnokki í ágúst 2002, hér hafa
sprotarnir verið teknir í sundur, svo þeir sjáist betur.