Grámosi eða gamburmosi er þessi mosi nefndur í daglegu tali, en hefur hlotið tegundarheitið hraungambri (Racomitrium lanuginosum). Þetta er einn algengasti og mest áberandi mosinn á öllum suður- og vesturhluta Íslands svo og í strandhéruðum Austurlands. Hann er einn fyrsti landneminn í nýjum hraunum. Við úthafsloftslag á snjóléttum svæðum verður hann einráður á allmörgum áratugum, og myndar samfelldar, mjúkar mosaþembur á 100 ára gömlum hraunum og eldri. Á snjóþyngri svæðum með landrænna loftslagi nær hann ekki að kveða niður keppinauta sína, sem þá verða stundum ráðandi í gróðurfari, einkum hraunbreyskja (Stereocaulon vesuvianum).
Nærmynd af hraungambra í Álftaneshrauni 3. maí 2007. Ef vel er að gætt má sjá á honum gróhirzlur í miðju myndarinnar.
Mosaþemba með hraungambra í Skaftáreldahrauni í júní árið 1986.
Nærmynd af mosaþembu með hraungambra í Skaftáreldahrauni.
Fj