er nokkuð algengur
víðast hvar á landinu, en gloppur koma fyrir í útbreiðslu hans. Hann
er óvenju stórvaxinn miðað við mosa, getur mest orðið allt að hálfur
metri á hæð. Blaðsprotar hans eru með nokkuð stórgerðum, oddmjóum
blöðum, og gróhirzlustilkarnir á sprota-endunum eru nokkuð langir og
uppréttir, dökkrauðir eða rauðbrúnir. Gróhirzlan er áberandi
ferstrend með skörpum brúnum, fremur stutt miðað við breidd. Hettan
er loðin eins og á öllum haddmosum, síð með fagurbrúnni trjónu.
Mýrhaddurinn vex í mýrlendi og deigu graslendi, einnig við hveri og
laugar.
Mýrhaddur við
Langavatn á Snæfellsnesi 14. ágúst 1989.
Mýrhaddur í Belgjarskógi í Mývatnssveit í
ágúst 1962
Nærmynd af gróhirzlum mýrhaddsins í
Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi 10. júlí 2011. Loðin hettan þekur
alla gróhizluna.