er útbreiddur um
allt land, þó algengari á Norðurlandi en á Suðurlandi. Sprotarnir
breiða mjög vel úr sér í raka, og hefur blaðkan þá sérkennilega
lögun, tiltölulega breið en mjókkar snöggt út í langan hárbrodd.
Hæruskrúfurinn vex gjarnan á jarðvegsþöktum klettum eða steinum, oft
við vörður eða fuglaþúfur. Einnig getur hann vaxið á þurrum melum
eða sendnum jarðvegi eða í hraunum.
Hæruskrúfur í
Krossanesborgum við Akureyri í ágúst 1988. Hér er hann í þurru
ástandi.