Héraðsflórur

 

 


Flóra Skagafjarðar

 

Guðbrandur Magnússon, sem lengi var kennari á Siglufirði, hefur lagt mikið af mörkum til flóru Skagafjarðar. Guðbrandur lagði stund á villtar plöntur alla tíð, allt frá því hann á sínum yngri árum rannsakaði gróður á Strandasýslu hluta Holtavörðuheiðar, í Bæjarhreppi og Bitrufirði á Ströndum. Ritgerðir um það efni birti hann í Náttúrufræðingnum 1934 og 1937. Eftir að hafa síðan rannsakað gróður á Siglufirði til margra ára birti hann grein um flóru Siglufjarðar í tímaritinu Flóru árið 1964. Eftir það sneri hann sér alfarið að flóru Skagafjarðar. Árið 1982 birti hann í Týli ítarlegar upplýsingar um gróður í Drangey, Málmey og Þórðarhöfða. Aðalritgerð hans um flóru Skagafjarðar birtist hins vegar í Skagfirðingabók árið 1988.

Þann 12. apríl 2008 var haldið fræðsluþing um náttúrufar Skagafjarðar á Sauðárkróki á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra. Af því tilefni tók Hörður Kristinsson saman það efni sem hér má nálgast í því skyni að varpa ljósi á helstu einkenni skagfirzku flórunnar