Flóra Íslands - Sveppir

B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Alpaglitnir
Anístrektla
Berserkur
Birkibólstur
Birkiryð
Bláberjalyngroði
Blásturvendill
Dritlingur
Dýjafleinn
Dýjaleppur
Dægurblekill
Fellingablekill
Feyskjustifti
Fífustaup
Fjaðurhyrna
Fjallaglitnir
Fjóluhnefla
Fjóluhnúður
Fjóluvöndur
Flagtoppa
Flagsól
Fótgíma
Gorkúla
Grasdrjóli
Grasméla
Graspinni
Grákniplingur
Gráserkur
Gráskeljungur
Gráspyrða
Grávöndur
Grenisilfri
Gullbikarlingur
Gulltoppa
Haugbjalli
Haugklukka
Haugsveppur
Hjartarhornssveppur
Hornleðurhöttur
Hunangssveppur
Hvítblástur
Ilmtrektla
Jötungíma
Kantarella
Keilubjalli
Keiluklukka
Kerlingareldur
Kornataðbrá
Korndrjóli
kornsúrupússryð
Kóngssveppur
Krítargíma
Krónubikar
Kúalubbi
Kúluverpir
Kylfupinni
Lakksveppur
Lerkisúlungur
Lerkisveppur
Ljósskupla
Loðmylkingur
Meltuttla
Merarostur
Mjúkfísi
Mógíma
Mókoppur
Mýrastararsót
Mýrasúlungur
Nautasúlungur
Netskán
Njólasót
Ormkylfa
Moldpinni
Piparlingur
Piparsveppur
Purpurakniplingur
Reyðihnefla
Reyðikúla
Reyðilubbi
Rifflablekill
Rifsblóðvarta
Rifsveppur
Ryðkornhetta
Sandsúlungur
Sítrónubikarlingur
Sítrónutoppa
Skarlattoppa
Skegglekta
Skollamjólk
Skorpuskinni
Skotbelgur
Slímkóralingur
Smjörlaufshnefla
Snæhnefla
Sortukúla
Sortunefla
Stararsót
Stjörnutaðbrá
Strýsælda
Svartskupla
Táradoppa
Tjörusveppur
Toppskupla
Túnkempa
Ullblekill
Ullserkur
Vallhnúfa
Viðarstifti
Víðitjörvi
Vorblómapússryð
Vængskupla
Vætublekill
Þursaskeggsót
Ætisveppur

Sveppir

 

Á Íslandi eru nú þekktar um 2100 tegundir af sveppum.  Þá eru ekki taldar með rúmlega 750 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni. Sveppir skiptast í marga flokka, en stærstir eru kólfsveppir og asksveppir. Til kólfsveppa teljast meðal annarra allir svokallaðir hattsveppir, eins og gráserkurinn á myndinni fyrir miðju. Einnig teljst ryð- og sótsveppir sem lifa á blómplöntum og sýkja þær, til kólfsveppa. Einkennandi fyrir kólfsveppi er kólfbeðurinn sem klæðir þá að einhverju leyti að utan, á hattsveppum þekur hann blaðkenndar fanir sem eru neðan á hattinum. Hver kólfur myndar 4 kólfgró á toppnum.

Til asksveppa teljast bæði disksveppir og skjóðusveppir, og einkennandi fyrir þá er askbeðurinn, sem er þéttsettur grósekkjum sem nefnast askar, og eru þeir venjulega hver með 8 gróum sem þeir skjóta upp í loftið þegar þeir eru fullþroska. Margir asksveppir sníkja á lifandi plöntum, en margir eru rotverur sem lifa á dauðum lífrænum efnum. Þeir stærstu mynda oft skrautlega diska eða skálar, og þekur asklagið efra borð þeirra. Kornataðbráin á myndinni að ofan til hægri er dæmigerð fyrir asksveppi af flokki disksveppa. Aðrir asksveppir eru aðeins sýnilegir sem myglulag utan á því undirlagi sem þeir vaxa á.

Af öðrum minni flokkum sveppa má nefna oksveppi, eggsveppi, kitrusveppi og slímsveppi. Margir oksveppir lifa aðallega á myglustigi, en aðrir sníkja á skordýrum og sýkja þau.  Eggsveppir valda sumir sjúkdómum á plöntum, en aðrir mynda eins konar myglu á lífrænum efnum í vatni, eða valda sjúkdómum á vatnaplöntum eða fiskum.   Kitrusveppir lifa nær eingöngu í vatni.  Slímsveppir er sjálfstæður hópur lífvera sem taldir eru óskyldir sveppum. Slímkóralingurinn hér neðst til hægri er af flokki slímsveppa.

Sveppir eru því mjög margvíslegir og fjölbreyttir að allri gerð, og ef þú vilt kynnast þeim betur, skaltu velja þér nafn á listanum hér til vinstri, og smella á það.

Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur varð fyrstur Íslendinga til að rannsaka og greina íslenzka sveppi af alvöru. Rit hans, Sveppakverið, ásamt fjölmörgum tímaritsgreinum sem hann hefur ritað um sveppi, hafa verið aðalheimild ýmissa upplýsinga sem fram koma um sveppi á vefsíðu þessari. Árið 2010 kom svo sveppabókin út, en hún er 632 blaðsíðna alfræðirit um íslenzka sveppi. Sameiginlega höfum við Helgi staðið fyrir mörgum ljósmyndaleiðöngrum til að safna myndum af hattsveppum. Aðrir íslenzkir sveppafræðingar eru Eiríkur Jensson og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sem nú starfar við Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

Gráserkur, Amanitopsis vaginata

 

Fótgíma, Calvatia excipuliformis

 

Kornataðskífa, Cheilymenia granulata

 

Slímóralingur, Ceratiomyxa fruticulosa