eða öðru nafni
fjallaskeiðsveppur (Amanita vaginata) er til í
nokkrum litarafbrigðum, sem stundum eru taldar sjálfstæðar tegundir.
Hvítt afbrigði er einna algengast til fjalla (snæserkur), en
bleikt eða gullgult afbrigði er víða í lyngmóum og skógum
norðanlands (gullserkur). Einnig eru til blýgrá og gul
afbrigði hér á landi. Gráserkurinn er talinn ætur, en þarf
suðu. Mörgum er illa við að neyta hans vegna þess hversu líkur
hann er hvíta váserknum (Amanita virosa) sem er
baneitraður. Myndin sýnir þrjú mismunandi þroskastig skeiðsveppsins,
yngst er hvít kúla í miðju, síðan nýútsprungið eintak til vinstri,
og loks fullþroska sveppur til hægri.
Gráserkur við
Raufartjarnir í Vesturdal í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum 15.
ágúst 1990.