eða Berserkjasveppur eins og hann er oftar nefndur, þroskast seint á haustin, venjulega seint í ágúst eða september. Í sumum árum getur vaxið mjög mikið af honum í vissum landshlutum. Hann er eitraður, og er því ekki hægt að mæla með honum til neyzlu. Hann er stórvaxinn, vex einkum í birkiskógum eða í lyngmóum með fjalldrapa. Fyrst þegar hann brýst upp á yfirborða jarðar er hann hvít kúla, en þegar stafurinn og hatturinn vaxa springur hvíti hjúpurinn í sundur og myndar doppur á rauðum hattinum, sem í fyrstu er kúptur en verður síðan nokkuð flatur. Doppurnar verða þá óreglulegar og skolast fljótt af.