er skyldur kúalubba, en hatturinn er
áberandi rauðleitur að ofan. Pípulagið er ljós grátt, gulgrátt eða
gulbrúnt. Stafurinn er mjög áberandi svartdröfnóttur, líkt og á
kúalubba en meira áberandi. Reyðilubbinn finnst aðeins í ákveðnum
landshlutum, algengastur á Vestfjörðum og á útskögunum beggja vegna
Eyjafjarðar, Siglufirði, Héðinsfirði og Ólafsfirði, svo og í Fjörðum
og Flateyjardal.
Pípulagið á reyðilubba litast oft rauðbrúnt við snertingu, og við
skurð verður sveppholdið vínrautt eða fjólulitt, en stafurinn verður
blágrænleitur við skurð. Þessir litir sem koma fram við snertingu og
skurð aðgreina tegundina einnig frá kúalubba.
Myndirnar af reyðilubba eru báðar teknar
norðan Kleifa við Ólafsfjörð, 9. ágúst 2014.