eða
strýsælda er algengur sveppur í skógum og görðum og vex á
trjástubbum og föllnum trjám. Vex stundum í þéttum þyrpingum og
myndar hálfmánalaga börð utan í trjám. Hann er fjölær, og má finna
hattbörðin á öllum árstímum. Bætist þá nýtt vaxtarlag við brún
þeirra á hverju ári. Neðan á barðinu má sjá aragrúa af göngum sem
opnast með litlum götum út á yfirborðið. Göngin eru að innan klædd
kólflagi sveppsins, sem framleiðir kólfgróin.
Gráskeljungur utan á
trjábol í Lystigarði Akureyrar þann 14. september árið 1992.