er slímsveppur sem
á ungstigi er eins og slímhraukur sem skríður um í grasi. Þegar hann
þroskast safnast slímmassinn saman eftir æðabrautum, og skríður upp
eftir stráum og tekur á sig kornkennda mynd, þornar að lokum upp og
myndar gró. Á slímstigi líkist sveppurinn hráka, en þroskaður
minnir hann á hvítleitt fugladrit á stráinu.
Dritlingur í
skógarbotni við Grund í Eyjafirði í ágúst árið 1961. Slímbrautirnar
sjást vel á dauðu laufblaðinu sem sveppurinn hefur skriðið eftir.