eða
gráknypplingur er grár eða hvítur hattsveppur sem oftast
vaxa margir grónir saman í þéttum þyrpingum. Hatturinn er í fyrstu
lítið eitt hvelfdur, en verður fljótt flatur ofan. Stafurinn er
oftast hvítur, eða ljósgrár. Gráspyrðan vex oft í skurðbökkum eða
utan í vegköntum, og var lengi vel talin allgóður matsveppur, en mun
vera varasöm. Hún er algeng um allt land.
Gráspyrða í skurðbakka
í landi Stóru-Giljár í Austur-Húnavatnssýslu 27. ágúst 1989.