eða
skottlingur er slímsveppur sem vex á fúnum trjástubbum í
skóglendi. Myndar í fyrstu bleiklitað slím á stubbnum í raka, sem
skríður brátt saman í bleika klumpa sem smám saman skiptast í langar
og mjóar ræmur (sbr. bleiku klumparnir á efri myndinni). Að lokum
þornar klumpurinn upp og verður að dökkbrúnum, aflöngum gróhirzlum,
um 10-12 mm löngum, sem standa á stuttum, svörtum, þráðlaga stilkum
(sbr. neðri myndina til hægri). Þegar svo er komið rjúka gróin upp
eins og reykský við minnstu snertingu. Þessi sveppur hefur fundist á
birkistubbum í Vaglaskógi.
Feyskjustifti í
Vaglaskógi 13. ágúst 1961.
Feyskjustifti með þroskaðar gróhirzlur. Tekið
af sýni bleiku klumpanna á efri myndinni, eftir að þeir höfðu
þroskast yfir nótt. Myndin tekin á Arnarhóli 14. ágúst 1961.