er nokkuð algengur
sveppur, sem vex á ýmsum plöntuleifum í jarðvegi. Hann myndar
dökka drjóla á haustin sem liggja í dvala yfir veturinn. Efri
myndin til hægri sýnir slíka drjóla síðla vetrar á rotnandi
kálblaði. Þegar drjólarnir spíra vex út úr þeim hvítleitur
þráðarspotti (neðri myndin) og myndast kólfar sveppsins með
kólfgróum utan á yfirborði þráðarins.
Drjólar moldpinna á
rotnuðum kálblöðum á Arnarhóli í Kaupangssveit vorið 1990.
Moldpinni í runnabeði
við íþróttahöllina á Akureyri 5. sept. 1988.