er asksveppur sem
er í lögun eins og vínglas. Hann sníkir á jarðstönglum klófífunnar
og myndar í þeim svartan drjóla sem liggur í dvala að vetrinum. Á
sumrin vex staupið upp af jarðstönglinum og gægist upp úr flóanum
sem fífan vex í. Asklag sveppsins klæðir staupið að innan og þaðan
er askgróunum skotið upp í loftið til að dreifa sveppnum.