er algengur sveppur
á grasbölum og í vel grónum bollum og giljum. Hatturinn er
keilulaga, eldrauður á litinn og trefjaður í sér, þannig að hann
leysist sundur í þræði sé hann kraminn. Stafurinn er einnig
trefjaður, gullgulur eða rauðleitur á litinn. Með aldrinum verður
sveppurinn svartur, eins og sést hægra megin á efri myndinni.
Þekkist hann á því frá
keilutoppu,
sem annars er mjög lík tegund. Á neðri myndinni sést gult
litarafbrigði (var. tristis).
Gulltoppa undir Dímon við Markarfljót 22.
ágúst 1990.
Gulltoppa, gult afbrigði, undir Dímon við
Markarfljót 22. ágúst 1990.