eða mógíma (Calvatia cretacea) er algengur belgsveppur í óræktarlandi, bæði þurrum móum, oft lyngmóum, eða á melum, einnig oft allhátt til fjalla. Hún er oftast kúlulaga, minnir á gorkúlu, en er oftast áberandi tiglótt eða broddótt, einkum á meðan hún er ung. Við þroskun verður gíman brún að innan, og allt efra byrðið rofnar og opnar fyrir gróin.