er nokkuð
þykkvaxinn sveppur með gildan staf. Yfirborð hattsins er hvelft,
brúnt, fínflosað,
og sveppurinn blánar áberandi ef hann er skorinn í sundur, sbr.
neðri myndina til hægri. Pípulagið er gulbrúnt, eða lítið eitt
ólífugrænt. Sandsúlungurinn vex undir furu, og hefur
aðeins fundizt á þrem stöðum á Suðvesturlandi: í furulundinum við Rauðavatn,
í Mosfellsbæ og á Þingvöllum.
Myndirnar af sandsúlung
tók Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir í furulundinum við Rauðavatn 9.
sept. árið 2003.
Hér sést hvernig sandsúlungurinn blánar í
sárinu sé hann skorinn í sundur.