er sníkjusveppur
sem vex á njóla. Það myndar oft meira eða minna samfelldar
sótgróhirzlur á blöðum njólans, efri hluta stönguls og blómskipunum.
Sótgróhirzlurnar eru dökkbrúnar með ofurlitlum fjólubláleitum blæ og
mynda þær feiknin öll af dökkbrúnu gródufti og eyðileggja oft
blómskipun og fræmyndun plöntunnar. Hér er því eflaust komið
kærkomið verkfæri fyrir óvini njólans, ef menn vilja nota lífrænar
aðferðir í baráttunni við hann. Njólasót hefur fundizt í Eyjafirði
og á Akureyri, en að öðru leyti er óvíst um útbreiðslu þess á
landinu. Á myndinni hér til hliðar sjást hinir upphleyptu, brúnu
sótflekkir á blaði njólans.
Njólasót á njólablaði
frá Arnarhóli í Kaupangssveit. Myndin er tekin á
Náttúrugripasafninu á Akureyri sumarið 1993.