er slímsveppur sem
stundum finnst á viði eða trjástubbum í íslenzku birkiskógunum.
Á fyrsta stigi ævinnar er hann sem bleikleitt, fljótandi slím á
viðnum. Þegar hann fer að verða gróbær myndar hann litlar
kúlur, um 4-6 mm í þvermál, og eru þær í fyrstu bleikar, en verða
fullþroskaðar ljósgrábrúnar. Gróin myndast síðan inni í
kúlunum. Finnst víða um land.
Hér eru fullþroska
gróhirzlur skollamjólkur í Vaglaskógi 13. ágúst 1961.
Ungar, hálfþroskaðar
gróhirzlur skollamjólkur í Vaglaskógi 6. sept. 1988.