eða merarostur, gorkúla eða kerlingareldur er mjög algengur sveppur og vex í graslendi eða móum, oft í nágrenni býla. Hann ber ýmis mismunandi nöfn eftir þroskastigi. Hann myndar í fyrstu snjóhvítar kúlur, sem eru hvítar í gegn, og á því stigi ágætir matsveppir (merarostur). T.d. má sneiða kúlurnar niður og steikja á pönnu. Þegar lengra líður á verða kúlurnar grænar að innan og slorkenndar (gorkúlur). Á því stigi eru þær ekki lengur ætar. Að lokum þroskast mikill gróvefur inni í kúlunum, þær dökkna og verða dökkbrúnar að utan sem innan. Í toppinn myndast op, og ef komið er við þær rýkur út brúnn gróreykur (kerlingareldur). Börnum var áður sagt að þau gætu orðið blind ef þau fengju þennan gróreyk í augun. Víst er að ekki er gott að fá gróin í augun, því út úr þeim stendur gaddur eða hali, sem auðveldlega má sjá í smásjá.