Flóra Íslands - Sveppir

B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Alpaglitnir
Anístrektla
Berserkur
Birkibólstur
Birkiryð
Bláberjalyngroði
Blásturvendill
Dritlingur
Dýjafleinn
Dýjaleppur
Dægurblekill
Fellingablekill
Feyskjustifti
Fífustaup
Fjaðurhyrna
Fjallaglitnir
Fjóluhnefla
Fjóluhnúður
Fjóluvöndur
Flagtoppa
Flagsól
Fótgíma
Gorkúla
Grasdrjóli
Grasméla
Graspinni
Grákniplingur
Gráserkur
Gráskeljungur
Gráspyrða
Grávöndur
Grenisilfri
Gullbikarlingur
Gulltoppa
Haugbjalli
Haugklukka
Haugsveppur
Hjartarhornssveppur
Hornleðurhöttur
Hunangssveppur
Hvítblástur
Ilmtrektla
Jötungíma
Kantarella
Keilubjalli
Keiluklukka
Kerlingareldur
Kornataðbrá
Korndrjóli
kornsúrupússryð
Kóngssveppur
Krítargíma
Krónubikar
Kúalubbi
Kúluverpir
Kylfupinni
Lakksveppur
Lerkisúlungur
Lerkisveppur
Ljósskupla
Loðmylkingur
Meltuttla
Merarostur
Mjúkfísi
Mógíma
Mókoppur
Mýrastararsót
Mýrasúlungur
Nautasúlungur
Netskán
Njólasót
Ormkylfa
Moldpinni
Piparlingur
Piparsveppur
Purpurakniplingur
Reyðihnefla
Reyðikúla
Reyðilubbi
Rifflablekill
Rifsblóðvarta
Rifsveppur
Ryðkornhetta
Sandsúlungur
Sítrónubikarlingur
Sítrónutoppa
Skarlattoppa
Skegglekta
Skollamjólk
Skorpuskinni
Skotbelgur
Slímkóralingur
Smjörlaufshnefla
Snæhnefla
Sortukúla
Sortunefla
Stararsót
Stjörnutaðbrá
Strýsælda
Svartskupla
Táradoppa
Tjörusveppur
Toppskupla
Túnkempa
Ullblekill
Ullserkur
Vallhnúfa
Viðarstifti
Víðitjörvi
Vorblómapússryð
Vængskupla
Vætublekill
Þursaskeggsót
Ætisveppur

Sortukúla

Bovista nigrescens

eða merarostur, gorkúla eða kerlingareldur er mjög algengur sveppur og vex í graslendi eða móum, oft í nágrenni býla. Hann ber ýmis mismunandi nöfn eftir þroskastigi. Hann myndar í fyrstu snjóhvítar kúlur, sem eru hvítar í gegn, og á því stigi ágætir matsveppir (merarostur). T.d. má sneiða kúlurnar niður og steikja á pönnu. Þegar lengra líður á verða kúlurnar grænar að innan og slorkenndar (gorkúlur). Á því stigi eru þær ekki lengur ætar. Að lokum þroskast mikill gróvefur inni í kúlunum, þær dökkna og verða dökkbrúnar að utan sem innan. Í toppinn myndast op, og ef komið er við þær rýkur út brúnn gróreykur (kerlingareldur). Börnum var áður sagt að þau gætu orðið blind ef þau fengju þennan gróreyk í augun. Víst er að ekki er gott að fá gróin í augun, því út úr þeim stendur gaddur eða hali, sem auðveldlega má sjá í smásjá.

 

 

 

Hér er merarostur, myndin tekin af Helga hallgrímssyni.

 

Hér sjáum við kerlingareld, myndin tekin af Skarphéðni Þórissyni.