eða Lerkisveppur eins og hann er oftar nefndur, er stórvaxinn og góður matsveppur sem eingöngu vex undir lerkitrjám. Hann hefur pípur neðan á hattinum og kring um stafinn. Hatturinn er gullgulur eða rauðgulur á litinn, slímugur í vætu og pípulagið er einnig gult. Fanhulan sem tengir hattbarðið við stafinn á ungum eintökum er gulhvít og myndar kraga um stafinn eftir að hún rofnar. Stafurinn er ljós ofan kragans, en dekkri og oft rauðyrjóttur neðan kragans.