eða
haugsveppur er mjög algengur sveppur um allt land og vex á
hrossataðshrúgum eða á gömlum tað- og mykjuhaugum. Hann hefur
klukkulaga, háan, ljós brúnan eða grábrúnan hatt, dökkar fanir og
áberandi hring um grannan stafinn, sem er mélugur ofan til. Meðal
almennings, a.m.k. á Norðurlandi, hefur þessi sveppur fremur
öðrum mjög gengið undir nafninu gorkúla, líkt og ákveðið þroskastig
sortukúlunnar.
Haugbjalli á
hrossataði á Moldhaugahálsi við Eyjafjörð árið 1992.