eða loðmylkingur eins og hún oft er nefnd, er stór sveppur sem er algengur í skógum. Hann er með trefjuðum eða loðnum, bleikleitum hatti með sammiðja rauðari hringum. Hattbörðin eru niðursveigð, en oftast laut í miðjan hattinn. Eins og aðrir mjólkursveppir gefur hann frá sér mjólkurleitan vökva ef fanirnar eru særðar. Skegglektan vex einkum í birkiskógum.