einnig nefndur
grasdrjóli eða meldrjóli, er sveppur sem sníkir
á ýmsum grastegundum. Þekktastur er hann á ýmsum korntegundum, því í
kornrækt getur hann valdið tjóni, og einnig er þekkt að drjólar
sveppsins geta lent saman við kornið og valdið eitrunum þeirra sem
neyta kornsins, vegna eiturefna sem eru í sveppnum. Hér á landi vex
grasdrjólinn einkum á melgresi, en getur einnig sýkt bæði
vallarfoxgras, túnvingul og fleiri grastegundir. Sveppurinn myndar
svarta drjóla (dvalahnúða) sem vaxa út úr öxum grasanna í stað
korns. Þeir eru nokkuð misstórir eftir því hver hýsillinn er. Við
náttúrleg skilyrði falla drjólarnir til jarðar um leið og fræfall
verður, og spíra næsta vor. Þá vex sveppurinn upp úr drjólunum og
þroskar askhirzlur innan í hnöttóttum, stilkuðum sveppaldinum. Gróin
geta svo sýkt nýjar hýsilplöntur. Hér til hliðar sjást grasdrjólar í
punti túnvinguls.
Grasdrjólar á túnvingli. Myndina tók Helgi
Hallgrímsson.