Flóra Íslands - Sveppir

B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Alpaglitnir
Anístrektla
Berserkur
Birkibólstur
Birkiryð
Bláberjalyngroði
Blásturvendill
Dritlingur
Dýjafleinn
Dýjaleppur
Dægurblekill
Fellingablekill
Feyskjustifti
Fífustaup
Fjaðurhyrna
Fjallaglitnir
Fjóluhnefla
Fjóluhnúður
Fjóluvöndur
Flagtoppa
Flagsól
Fótgíma
Gorkúla
Grasdrjóli
Grasméla
Graspinni
Grákniplingur
Gráserkur
Gráskeljungur
Gráspyrða
Grávöndur
Grenisilfri
Gullbikarlingur
Gulltoppa
Haugbjalli
Haugklukka
Haugsveppur
Hjartarhornssveppur
Hornleðurhöttur
Hunangssveppur
Hvítblástur
Ilmtrektla
Jötungíma
Kantarella
Keilubjalli
Keiluklukka
Kerlingareldur
Kornataðbrá
Korndrjóli
kornsúrupússryð
Kóngssveppur
Krítargíma
Krónubikar
Kúalubbi
Kúluverpir
Kylfupinni
Lakksveppur
Lerkisúlungur
Lerkisveppur
Ljósskupla
Loðmylkingur
Meltuttla
Merarostur
Mjúkfísi
Mógíma
Mókoppur
Mýrastararsót
Mýrasúlungur
Nautasúlungur
Netskán
Njólasót
Ormkylfa
Moldpinni
Piparlingur
Piparsveppur
Purpurakniplingur
Reyðihnefla
Reyðikúla
Reyðilubbi
Rifflablekill
Rifsblóðvarta
Rifsveppur
Ryðkornhetta
Sandsúlungur
Sítrónubikarlingur
Sítrónutoppa
Skarlattoppa
Skegglekta
Skollamjólk
Skorpuskinni
Skotbelgur
Slímkóralingur
Smjörlaufshnefla
Snæhnefla
Sortukúla
Sortunefla
Stararsót
Stjörnutaðbrá
Strýsælda
Svartskupla
Táradoppa
Tjörusveppur
Toppskupla
Túnkempa
Ullblekill
Ullserkur
Vallhnúfa
Viðarstifti
Víðitjörvi
Vorblómapússryð
Vængskupla
Vætublekill
Þursaskeggsót
Ætisveppur

Birkiryð

Melampsoridium betulinum

er ryðsveppur sem vex á laufblöðum birkitrjáa. Hann myndar ryðgróhirslur (ryðskurfur) sem sprengja upp yfirhúðina á neðra borði birkiblaðsins. Þelgró myndast síðar á sumrin á birkiblöðunum. Ryðskurfurnar geta orðið mjög þéttar á birkiblöðunum, og þau gulna þá alveg fyrir tímann og falla af. Stundum kveður svo mikið af sveppnum, að skógurinn fær allur haustlit á miðju sumri.

Skálarstig sveppsins vex hins vegar á lerki, og myndar skálhirslur á nálum lerkisins. Sveppurinn hefur sem sagt hýsilskipti milli birkis og lerkis. Þó mun hann ekki vera algjörlega  háður þessum hýsilskiptum, hann getur komist af milli ára á birkinu eingöngu án þess að fara á lerkið.

Samkvæmt Sveppabók Helga Hallgrímssonar eru engar gamlar heimildir til um birkiryð á Íslandi fyrr en árið 1922, þegar það var fyrst skráð í uppeldisstöð á Hallormsstað, en þá var þar hafin ræktun á lerki. Þetta bendir því til að birkiryð hafi ekki verið á íslenska birkinu, heldur borist til landsins með ræktun lerkis. Nú í seinni tíð er það orðið algengt um allt landið. 

 

 

 

 

Neðra borð birkiblaðs sýkt af birkiryði

 

Birkiryð í návígi á neðra borði birkiblaðs

 

Birkiryðið getur að lokum myndað samfellu um allt neðra borð birkiblaðsins, blaðið gulnar og fellur af.