öðru nafni Skotbelgur
er smávaxinn belgsveppur sem vex á fúnum spýtum. Hann hefur fundizt
á fáeinum stöðum á Íslandi, en er líklega ekki mjög algengur. Hann
er hins vegar svo smávaxinn, að fáir munu taka eftir honum. Samt sem
áður er þessi sveppur mjög athyglisverður og frækinn kúluvarpari,
því hann getur varpað kúlu sinni á annan metra í loft upp, sem er
mikil hæð fyrir svo smáan svepp. Hann
er kúlulaga eins og aðrir belgsveppir, og myndar eina, stælta kúlu
inni í belgnum. Kúlan situr í skálarlaga bæli sem fóðrað er innan
með fjaðurmögnuðum vef sem þenst út eftir því sem hann vex, þar til
hann rúmast illa lengur niðri í bælinu. Þegar þrýstingurinn verður
of mikill gúlpast skálin skyndilega út og þeytir um leið kúlunni með
gróunum í, upp í loftið. Hvítu belgirnir á myndinni sýna
hvernig sveppurinn lítur út áður en kúlunni er skotið, en gulu,
tenntu skálarnar sýna sveppinn eftir að kúlunni hefur verið skotið.
Kúluverpir á Unaósi við
Héraðsflóa 26. ágúst 1988. Belgur sveppsins er ekki nema rúmur
millimetri í þvermál. Smellið á myndina til að stækka
hana.