er algengur í
skóglendi um allt land og vex einkum á greinum eða trjábolum sem
liggja á jörðunni, oft fremur á þeirri hlið er niður snýr. Einnig
vex hann oft á stofnum gamalla trjáa, og veldur þá fúa í þeim.
Sveppurinn er eins og skorpa eða skóf í útliti, óreglulegur í lögun
og að mestu tengdur við undirlagið. Hann er grábrúnn á litinn,
ljósari við jaðrana, og bætist nýtt lag við jaðarinn á hverju ári.
Hann verður blóðrauður undan þar sem hann verður fyrir hnjaski eða
rispum.
Skorpuskinni í
Vaglaskógi í Fnjóskadal 15. september 1992.