má segja að sé
samheiti yfir nokkrar algengar tegundir skærrauðra, disklaga sveppa
með brúnni brá af ættkvíslinni Scutellinia. Um 15 tegundir þeirra
eru fundnir á Íslandi, og eru þær svo líkar í útliti að þær verða
tæplega aðgreindar nema í smásjá. Flagsólir eru algengar í rökum
flögum, oft utan í torfkenndum bökkum við tjarnir og læki, eða í
ýmiss konar raski af manna völdum þar sem raki er nægur. Um nánari
upplýsingar vísast til Helga Hallgrímssonar í grein í
Náttúrufræðingnum 1989 og Sveppabókin bls. 492.