eða
tárasveppur lítill sveppur sem vex á viði. Hann sést illa
nema eftir rigningu, því þá blæs hann út, verður hlaupkenndur og fær
skæran, gulan lit. Þegar hann þornar skreppur hann saman og verður
lítt sýnilegur. Utan á dropunum myndast kólfbeður sveppsins með
kólfgróum. En þar myndast einnig kóníðugró sem geta dreift sveppnum
án undanfarandi frjóvgunar.
Táradoppa innan um
mosa á viði á Unaósi við Fljótsdalshérað 26. ágúst 1988.