er sveppur sem
sýkir hálíngresi undir snjónum á veturna. Hann eyðileggur
blaðendana þannig að þegar língresið fer að vaxa á sumrin, eru
visnir blaðendar áberandi. Á þessum visnu blaðendum sitja
drjólar sveppsins, en það er dvalastig sem geymist yfir sumarið.
Þegar drjólarnir hafa fallið til jarðar næsta vetur spíra þeir að
vori og verða að, örsmáum, hvítum, kylfulaga sveppum. Drjólar
graspinnans eru mjög algengir og áberandi um allt land, og má oft
sjá skemmdir á língresi af hans völdum eftir veturinn bæði á túnum
og úti í haga. Aldin sveppsins, þ.e. pinnarnir eru hins vegar afar
sjaldséðir.
Drjólar graspinnans á
visnu língresisblaði.
Hálíngresi í
sumarbúningi með visnaða blaðbrodda, og má sjá drjóla graspinnans á
efsta stoðblaðinu neðan puntsins. Báðar myndirnar eru
teknar við Þverá í Heydal, Snæfellsnesi, 16. júlí 1991