einnig nefndur
tjörusveppur eða lakksveppur, vex á íslenzku víðitegundunum og
myndar svarta, upphleypta, gljáandi bletti á lifandi laufblöðunum.
Hann er mjög algengur um land allt, en veldur oftast ekki miklu
tjóni á víðinum, en minnkar að sjálfsögðu tillífunarflöt
laufblaðsins. Stöku sinnum fellur laufið þó af víðinum ef mjög
mikið er af sveppnum. Á vorin geta myndast askhirzlur á svörtu
klessunum eftir að þær hafa legið veturinn á visnuðum blöðum í
skógsverðinum.
Víðitjörvi á laufblaði
gulvíðis í Vaglaskógi í Fnjóskadal þann 1. september 1987.