vex í lindalækjum
og fjallatjörnum, marar oft í kafi. Sprotarnir eru dökkir,
grænleitir, rauðbrúnir eða brúnir á litinn. Blöðin standa í tveim
röðum eftir stönglinum, klofin í tvo misstóra sepa. Blaðseparnir eru
breiðir, nær kringlóttir, ávalir í endann, innsveigðir og íhvolfir.
Rauðleppur er algengastur á Vestfjörðum og um miðsvæði Austfjarða,
en fremur sjaldséður annars staðar á landinu.
Rauðleppur skammt frá
Kambsá í Laugarbólsdal við Djúp, 5. júlí 2005. Þarna var mosinn
vatnsósa í blautri mýri með uppsprettum.
Hér hafa einstakir sprotar verið leystir í
sundur svo að þeir sjáist betur.