finnst víða um land
nema á miðhálendinu. Hann vex á jarðvegi í klettum og
klettaskorum, í urðum og hraunum, einnig á móabörðum og torfi.
Mosinn er fagurgrænn, gróhirzlurnar sérlega langar og sívalar,
ofurlítið sveigðar. Myndin að neðan sýnir ungar gróhirzlur, og ef
tvísmellt er á myndina má greina brúnleitar hetturnar fremst á
gróhirzlunum. Gróhirzlurnar dökkna síðan meira við þroskun og verða
brúnar.
Urðasnúður í Gálgahrauni
á Álftanesi 28. maí 1987.