ber fremur stutta
og gilda, gulgræna eða ljósgræna laufsprota sem oft mynda nokkuð
þéttar breiður. Blöðin upprétt, aðlæg, heilrend, bogadregin fyrir
endann og kúpt. Vex ýmist á grónum holtum, tjarnarbökkum,
áreyrum eða rökum sandi. Hefur ekki fundist með gróhirzlum hér á
landi. Víða um land nema á austanverðu Norðurlandi, og sjaldséð á
Suðurlandi.
Myndin af bústinkolli er
tekin 28. júní 2005 Hafrárdalsmegin í Torfufelli í 900 m hæð
yfir sjó.