er mjög algengur
mosi um land allt. Han vex í afar margvíslegum gróðurlendum, gjarnan
í þurrum jarðvegi utan í skurðbökkum og börðum, en einnig á
mýraþúfum, í lyngbrekkum, á jarðvegi yfir klettum, í hraunum eða á
steyptum veggjum eða gangstéttarrifum eins og sést hér á myndinni.
Blöðin eru fagurgræn með sterklegu miðrifi sem gengur fram úr
blaðinu og myndar langan odd. Gróhirzlur í fyrstu grænar, síðar
gulbrúnar eða dökk brúnar, drúpandi í raka, en geta verið hornréttar
eða vísað ofurlítið upp á við í þurru.
Barðahnokki á
gangstéttarhellum á Arnarhóli í Kaupangssveit 21. júní 2005.