er einn af allra
algengustu mosum á Íslandi. Hann vex um allt landið, jafnt á
hálendi sem á láglendi. Hann vex oft á melum, í klettum, á áreyrum
og jökulaurum, einnig í mólendi. Hann velur sér oft snjóþyngri staði
en hraungambrinn, t.d. fremur í dældum þeirra hrauna þar sem
hraungambri þekur bungurnar. Hann hefur víðari útbreiðslu á
hálendinu en hraungambrinn, þekur til dæmis oft heilar fjallshlíðar
á sunnanverðu hálendinu. Melagambrinn þekkist frá hraungambranum
meðal annars á því, að hároddur blaðanna er miklu styttri en á
hraungambra.
Melagambri í
Krossanesborgum við Akureyri í ágúst 1988.