er einn af allra
algengustu mosum á Íslandi. Hann finnst í mjög margvíslegum
gróðurlendum, bæði í skóglendi og í móum, en einnig á klettum,
steyptum veggjum, á trjábolum og víðar. Í móum er hann gjarnan í
dældum milli þúfna, en í mýrlendi fremur uppi á þúfunum. Einkennandi
fyrir mosann er áberandi hliðarsveigja á blöðunum, stundum nærri
hringbeygð eins og sigð, en það einkenni má raunar oft sjá á ýmsum
öðrum tegundum þessarar ættar.
Móasigð í Ísafjarðardal
innst í Djúpi 4. júlí 2005.