myndar mjúka, loðna
púða á steinum, klettum og í hraunum. Hann er nokkuð útbreiddur um
allt landið, virðist þó algengari í strandhéruðum vestan- og
suðaustanlands en annars staðar. Blöð mosans eru eins og snúin
utan um stöngul blaðsprotans, og þar af dregur hann nafnið.
Gróhirzlustilkurinn er einnig snúinn, og auk þess hlykkjóttur.
Snúinskeggi í
Krossanesborgum við Akureyri 19. júlí 1988.