er fremur
stórvaxinn mosi með grænum, óreglulega fjaðurgreindum sprotum.
Urðaskraut er algengt í útsveitum frá Austfjörðum, suður um og
norður á Strandir fyrir vestan. Það vex í hraunlendi, kjarri og
lyngbrekkum, einnig oft á þúfum í mólendi. Fremur sjaldan með
gróhirzlum, þær eru langstilkaðar. Engar gróhirzlur sjást á
myndinni hér að neðan.