eða
dýjaskóf eins og hann hefur einnig verið nefndur, er
algengur í dýjavætum um allt land. Hann hefur breið og skófarkennd
blöð, sem oftast bera skálar með æxlikornum (efsta myndin t.h.).
Stjörnumosinn er sérbýlisjurt, og þekkjast kvenplönturnar á
stjörnulaga þyrlum með mjóum örmum sem bera egghirzlur á neðraborði
(miðmyndin t.h.), en karlplönturnar á breiðarma þyrlum sem bera
frjóhirzlur á neðra borði (neðsta myndin til hægri). Eftir frjóvgun
vaxa gróhirzlur upp úr egghirzlunum neðan á kvenþyrlunum.
Ítarlegri upplýsingar um stjörnumosann má finna í grein eftir Helga
Hallgrímsson í Náttúrufræðingnum bls. 155 árið 2000.
Skálar með æxlikornum á stjörnumosa.
Kvenplanta stjörnumosans með kvenþyrlum.
Karlplanta stjörnumosans í Álftavatnskrókum
1962. Karlþyrlur sjást vel.