er algengur mosi um
allt land, bæði á láglendi og til fjalla. Hann vex einkum á rökum og
skuggsælum stöðum, í klettaskorum, giljum og skútum. Hann hefur
lítið eitt flata sprota með blöðin í tveim röðum. Gróhirzlur eru
uppréttar, rauðbrúnar og gljáandi, eldri hirzlur gulbrúnar. Þær eru
með keilulaga loki og skástæðri hettu sem er klofin á hliðinni.
Þráðmækir í Glerárdal
við Akureyri, þann 19. júlí 1988.